Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2014 19:36 Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum. Aurum Holding málið Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum.
Aurum Holding málið Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira