Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2014 08:00 Heimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en er nú kominn á Facebook. Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“ Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira