Sögulegur sigur Ancelottis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 13:00 Carlo Ancelotti með Evrópubikarinn sem hann hefur unnið þrisvar sem þjálfari og tvisvar sem leikmaður. Vísir/Getty Sem kunnugt er fagnaði Real Madrid sínum tíunda Meistaradeildartitli í gær eftir 4-1 sigur á Atletico Madrid í framlengdum úrslitaleik á Leikvangi ljóssins í Lissabon.Carlo Ancelotti og lærisveinar hans bundu þar með enda á tólf ára bið Real Madrid eftir Meistaradeildartitli, en Madrid varð síðast Evrópumeistari vorið 2002 eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Zinedine Zidane skoraði sigurmark Madrid í leiknum með glæsilegu vinstri fótar skoti eftir fyrirgjöf Robertos Carlos, en Zidane er núverandi aðstoðarþjálfari Real Madrid. Sigurinn var einnig sögulegur fyrir Ancelotti, en hann hefur nú unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang sem þjálfari, tvisvar með AC Milan (2003 og 2007) og einu sinni með Real Madrid. Ancelotti varð einnig tvisvar meistari sem leikmaður með AC Milan, 1989 og 1990, og hefur því fimm sinnum orðið Evrópumeistari með einum eða öðrum hætti. Ancelotti hefur nú unnið Meistaradeildina jafn oft og Bob Paisley gerði á sínum tíma. Paisley stýrði Liverpool til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða (forvera Meistaradeildarinnar) 1977, 1978 og 1981. Ancelotti varð sömuleiðis í gær fimmti þjálfarinn til að gera tvö lið að Evrópumeisturum, en áður höfðu Ernst Happel, Ottmar Hitzfeld, Jose Mourinho og Jupp Heynckes afrekað hið sama.Þjálfarar sem hafa gert tvö lið að Evrópukeppni:Ernst Happel - 1970 (Feyenoord) og 1983 (Hamburg) Ottmar Hitzfeld - 1997 (Borussia Dortmund) og 2001 (Bayern München) Jose Mourinho - 2004 (Porto) og 2010 (Internazionale) Jupp Heynckes - 1998 (Real Madrid) og 2013 (Bayern München) Carlo Ancelotti - 2003, 2007 (AC Milan) og 2014 (Real Madrid) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Sem kunnugt er fagnaði Real Madrid sínum tíunda Meistaradeildartitli í gær eftir 4-1 sigur á Atletico Madrid í framlengdum úrslitaleik á Leikvangi ljóssins í Lissabon.Carlo Ancelotti og lærisveinar hans bundu þar með enda á tólf ára bið Real Madrid eftir Meistaradeildartitli, en Madrid varð síðast Evrópumeistari vorið 2002 eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Zinedine Zidane skoraði sigurmark Madrid í leiknum með glæsilegu vinstri fótar skoti eftir fyrirgjöf Robertos Carlos, en Zidane er núverandi aðstoðarþjálfari Real Madrid. Sigurinn var einnig sögulegur fyrir Ancelotti, en hann hefur nú unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang sem þjálfari, tvisvar með AC Milan (2003 og 2007) og einu sinni með Real Madrid. Ancelotti varð einnig tvisvar meistari sem leikmaður með AC Milan, 1989 og 1990, og hefur því fimm sinnum orðið Evrópumeistari með einum eða öðrum hætti. Ancelotti hefur nú unnið Meistaradeildina jafn oft og Bob Paisley gerði á sínum tíma. Paisley stýrði Liverpool til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða (forvera Meistaradeildarinnar) 1977, 1978 og 1981. Ancelotti varð sömuleiðis í gær fimmti þjálfarinn til að gera tvö lið að Evrópumeisturum, en áður höfðu Ernst Happel, Ottmar Hitzfeld, Jose Mourinho og Jupp Heynckes afrekað hið sama.Þjálfarar sem hafa gert tvö lið að Evrópukeppni:Ernst Happel - 1970 (Feyenoord) og 1983 (Hamburg) Ottmar Hitzfeld - 1997 (Borussia Dortmund) og 2001 (Bayern München) Jose Mourinho - 2004 (Porto) og 2010 (Internazionale) Jupp Heynckes - 1998 (Real Madrid) og 2013 (Bayern München) Carlo Ancelotti - 2003, 2007 (AC Milan) og 2014 (Real Madrid)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26 Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30 Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 24. maí 2014 22:26
Ronaldo tók fram úr Messi| Nálgast Raul Ronaldo skoraði 68. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid í sigrinum á Atletico Madrid. 24. maí 2014 21:30
Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. 24. maí 2014 00:01