Fréttablaðið mismunar Dögun í Reykjavík Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. skrifar 23. maí 2014 19:53 Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun