Erkifjendur mætast á UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:30 Renan Barao fagnar sigri á Urijah Faber. Vísir/Getty Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15