Handbolti

Stefán búinn að semja við Fram

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, ásamt Stefáni við undirskriftina í dag.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, ásamt Stefáni við undirskriftina í dag. mynd/fram
Stefán Arnarson ætlar ekki að taka sér frí frá þjálfun því hann er búinn að semja við Fram um að stýra kvennaliði félagsins.

Stefán skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Framara.

Hann er búinn að vera aðalþjálfara kvennaliðs Vals undanfarin sex ár og hætti með liðið eftir að hafa gert það að Íslandsmeisturum um síðustu helgi.

"Fram-liðið er geysilega efnilegt og verður spennandi að þjálfa það," sagði Stefán við Vísi skömmu eftir að hafa klárað sín mál við Fram. Hann tekur við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem mun þjálfa karlalið FH næsta vetur.

"Þetta var góður tímapunktur til þess að hætta hjá Val og mig vantaði nýja áskorun. Ég fæ hana hjá Fram."

Nánar verður rætt við Stefán í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Stefán hættur með Val

Stefán Arnarson er hættur sem þjálfari Vals í Olís-deild kvenna en það staðfesti hann við Vísi í dag.

Þjálfar Fram eða tekur sér frí

Stefán Arnarsson er hættur sem þjálfari Vals í Olís-deild kvenna eftir sex ára starf hjá félaginu. Á þeim tíma vann liðið sautján titla, þar af fjórum sinnum Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×