Luís Enrique: Ekki bera mig saman við Guardiola Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2014 13:00 Luís Enrique ræðir við blaðamenn í dag. Vísir/getty Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Luís Enrique, nýr þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi á Nývangi í dag. Hann var ráðinn eftirmaður Tata Martino á mánudaginn. Enrique, sem er 44 ára gamall, spilaði 207 deildarleiki fyrir Barcelona á átta árum frá 1996-2004. Þar spilaði hann með Pep Guardiola, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem gerði ótrúlega hluti með liðið og skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna. „Vinsamlegast ekki bera mig saman við Pep núna. Ég vona það gerist samt í framtíðinni því það þýðir að við séum að vinna titla. Er ég kvíðinn fyrir verkefninu hjá Barcelona? Alls ekki. Þetta er einn besti dagur lífs míns,“ sagði Enrique í dag. Aðspurður hvort hann myndi halda áfram að spila 4-3-3-leikkerfið svaraði Enrique: „Ég mun spila kerfi sem hentar þeim leikmönnum sem ég hef og fær það besta út úr þeim.“Þarna mun Enrique eyða miklum tíma á næstu árum ef allt fer vel.Vísir/gettyEnrique er ekki uppalinn hjá Barcelona hendur Sporting Gijón. Það sem meira er kom hann til félagsins frá Real Madrid þannig hann þekkir ekki unglingastarf Börsunga inn og út eins og Guardiola. Hann lofar þó að gefa yngri leikmönnum áfram tækifæri og er spenntur fyrir því. „Ég elska að styðja við unga leikmenn en ég krefst þess að þeir sýni hungur og metnað. Dyrnar standa opnar öllum leikmönnum B-liðsins og yngri leikmönnum félagsins,“ sagði Enrique. Hann vildi lítið ræða mál einstakra leikmanna en spilari eins og CescFábregas er orðaður við brottför til Manchester United annað árið í röð. „Við ræðum ekki nein nöfn núna. Við þurfum ekki að taka neinar ákvarðanir að svo stöddu. Það gefst tími til þess.“ Einnig er óvíst hvort Xavi verði áfram í herbúðum liðsins og þá gæti Argentínumaðurinn Javier Mascherano tekið við fyrirliðabandinu. „Ég þekki Xavi. Hann er vinur minn og fyrrverandi liðsfélagi. Við munum setjast niður með honum og ræða málin. Bíðum bara og sjáum hvað gerist. Mascherano hefur svo allt til brunns að vera til að verða fyrirliði. Góðir og mikilvægir leikmenn munu vera áfram hjá liðinu,“ segir Luís Enrique.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira