Toyota verðmætasta bílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 08:45 Toyota Yaris. Toyota varði toppsæti sitt á lista BrandZ Top 100 Most Valuable Global Brands Study og BMW hélt einnig öðru sætinu frá árinu áður. Toyota er verðmetið á 29,6 milljarða dollara, en það samsvarar 3.345 milljörðum króna. Toyota er númer 26 á lista allra fyrirtækja heims, en virði þess jókst um 21% á milli ára. BMW var í 32. sæti á heildarlistanum, virði þess 2.905 milljarðar króna og hækkunin milli ára þó öllu lægri en hjá Toyota, eða 7%. Mercedes Benz er í þriðja sæti bílaframleiðenda og jók virðið um 20%. Hástökkvarinn þetta árið er Ford sem jók virði sitt um 56% og stökk upp í 5. sæti meðal bílaframleiðenda, í sætinu á eftir Honda. Eini bílaframleiðandinn á topp 10 listanum þar sem virðið minnkaði nú er Volkswagen, eða um 4%. Volkswagen er nú í 7. sætinu en í því sjötta er Nissan sem jók virðið um 9%. Betri staða er þó hjá undirmerki Volkswagen, Audi sem vermir 8. sætið og stökk upp um 27% í virði. Í níunda sætinu kemur svo Chevrolet, en fyrirtækið náði ekki á topp 100 lista allra fyrirtækja, né heldur Hyundai sem er í 10. sæti á lista bílaframleiðenda. Virði Hyundai jókst um 15% frá fyrra ári. Toyota hefur verið í toppsæti lista bílaframleiðenda í 7 ár af þeim 9 sem könnunin hefur verið gerð. Undantekningarnar eru árin 2010 og 2012. Verðmætasta fyrirtæki heims er nú Google, en virði þess jókst um 40% og nemur nú 17.945 milljörðum króna. Hafði Google sætaskipti við Apple, en virði þess féll um 20% milli ára. Apple er þó enn í öðru sæti listans. Könnun BrandZ er mjög stór og byggir á viðtölum við meira en tvær milljónir manna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Toyota varði toppsæti sitt á lista BrandZ Top 100 Most Valuable Global Brands Study og BMW hélt einnig öðru sætinu frá árinu áður. Toyota er verðmetið á 29,6 milljarða dollara, en það samsvarar 3.345 milljörðum króna. Toyota er númer 26 á lista allra fyrirtækja heims, en virði þess jókst um 21% á milli ára. BMW var í 32. sæti á heildarlistanum, virði þess 2.905 milljarðar króna og hækkunin milli ára þó öllu lægri en hjá Toyota, eða 7%. Mercedes Benz er í þriðja sæti bílaframleiðenda og jók virðið um 20%. Hástökkvarinn þetta árið er Ford sem jók virði sitt um 56% og stökk upp í 5. sæti meðal bílaframleiðenda, í sætinu á eftir Honda. Eini bílaframleiðandinn á topp 10 listanum þar sem virðið minnkaði nú er Volkswagen, eða um 4%. Volkswagen er nú í 7. sætinu en í því sjötta er Nissan sem jók virðið um 9%. Betri staða er þó hjá undirmerki Volkswagen, Audi sem vermir 8. sætið og stökk upp um 27% í virði. Í níunda sætinu kemur svo Chevrolet, en fyrirtækið náði ekki á topp 100 lista allra fyrirtækja, né heldur Hyundai sem er í 10. sæti á lista bílaframleiðenda. Virði Hyundai jókst um 15% frá fyrra ári. Toyota hefur verið í toppsæti lista bílaframleiðenda í 7 ár af þeim 9 sem könnunin hefur verið gerð. Undantekningarnar eru árin 2010 og 2012. Verðmætasta fyrirtæki heims er nú Google, en virði þess jókst um 40% og nemur nú 17.945 milljörðum króna. Hafði Google sætaskipti við Apple, en virði þess féll um 20% milli ára. Apple er þó enn í öðru sæti listans. Könnun BrandZ er mjög stór og byggir á viðtölum við meira en tvær milljónir manna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent