Nadal meistari fimmta árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 17:20 Rafael Nadal með bikarinn. Vísir/AFP Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP
Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38
Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30