Fyrsta umferð tímatökunnar útilokaði sex hægustu ökumennina á brautinni. Í dag sátu eftir Marcus Ericsson og Kamui Kobayashi á Caterham, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia og Pastor Maldonado á Lotus.
Esteban Gutierrez var þegar orðin hluti af þessum hóp. Gutierrez mun þurfa að ræsa af stað af þjónustusvæðinu. Hann lenti í óhappi í æfingunni fyrir tímatökuna og þurfti að skipta um undirvagn í bíl hans. Hann náði þess vegna ekki að taka þátt í tímatökunni.

Í þriðju lotunni berjast ökumenn um tíu efstu sætin og þá fóru flestir út á ofur mjúkum. Ofur mjúku dekkin eru hraðari og mýkri útgáfa helgarinnar. Þau ná betra gripi en harðarin dekkin sem þessa helgina eru mjúk dekk.
Kimi Raikkonen átti í basli í síðustu lotunni, hann fór seint út og setti ekki tíma. Hugsanlega var ætlunin að spara dekk fyrir keppnina á morgun.
„Góð tímataka fyrir okkur sem lið, við náðum að bæta okkur í hverri lotu, þriðja sætið var möguleiki í dag en keppnin er á morgun og við getum barist við Red Bull,“ sagði Williams maðurinn Valtteri Bottas sem ræsir fjórði á morgun.
„Tímatakan er ekki svo mikilvæg hér, ef ég á að finna einhvern jákvæðan punkt,“ sagði Button á McLaren sem ræsir af stað í níunda sæti í keppninni.
„Nico stóð sig vel í dag ég hef hraðann ég bara nýtti hann ekki. Keppnin er á milli mín og Nico á morgun. Ég þarf að ræða við verkfræðingana til að finna út hvaða keppnisáætlun hentar mér á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna í dag.

1.Nico Rosberg - Mercedes
2.Lewis Hamilton - Mercedes
3.Sebastian Vettel - Red Bull
4.Valtteri Bottas - Williams
5.Felipe Massa - Williams
6.Daniel Ricciardo - Red Bull
7.Fernando Alonso - Ferrari
8.Jean-Eric Vergna - Toro Rosso
9.Jenson Button - McLaren
10.Kimi Raikkonen - Ferrari
11.Nico Hulkenberg - Force India
12.Kevin Magnussen - McLaren
13.Sergio Perez - Force India
14.Romain Grosjean - Lotus
15.Daniil Kvyat - Toro Rosso
16.Adrian Sutil - Sauber
17.Pastor Maldonado - Lotus
18.Max Chilton - Marussia
19.Jules Bianchi - Marussia
20.Kamui Kobayashi - Caterham
21.Marcus Ericsson - Caterham
Esteban Gutierrez - Sauber - ræsir af þjónustusvæðinu.