Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2014 11:25 Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. „Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“ Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Allir sem vilja vita það vita að utanvegaakstur er fyrst og fremst framkvæmdur af útlendingum á bílaleigujeppum.“ Þetta fullyrðir Kristján Kristjánsson, eigandi Mountain Taxi, sem sérhæfir sig í ferðum með erlenda ferðamenn um fjöll og firnindi á Íslandi. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir í Fréttablaðinu í dag að fyrirtæki hérlendis selji ferðir inn á svæði sem lokuð séu í leysingatíð. Hún ætli engum að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Kristján segir að sitt fyrirtæki og fleiri selji vissulega í ferðir allt árið um kring. Hins vegar sé ekki farið í ferðir á þau svæði sem séu lokuð heldur bjóðist útlendingum aðrar ferðir í staðinn eða endurgreiðsla. „Ég veit til þess að einhver fyrirtæki hafi ekki virt lokun vega,“ segir Kristján. Í þeim tilvikum sé hins vegar um vana menn að ræða sem keyri yfir skaflana en sveigi ekki framhjá þeim með tilheyrandi skemmdum. „Það er stórkostlegur utanvegaakstur allan ársins hring hjá útlendingum. Þeir taka stóran sveig um stóra skafla og keyra um holt, hæðir og hóla,“ bætir Kristján við. Vandamálið snúi fyrst og fremst að stóru bílaleigujeppunum sem erlendir ferðamenn eigi greiðan aðgang að hvort sem um sé að ræða breytta eða óbreytta bíla. „99 prósent af utanvegaakstri er framkvæmdur á bílaleigujeppum. Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján. Íslensku fyrirtækin vandi sig, fari eftir reglunum og vissulega hafi menn neyðst til að fara inn í Landamannalaugar. „Við erum ekki að skemma vegina sjálfa. Okkar fyrirtæki hefur haft það að markmiði.“
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00