Aron og Arnór: Vorum svolítið skammaðir þegar við vorum yngri Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 17:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira