Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2014 13:48 Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri í níu ár. Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira