Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 23:14 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags. Hestar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags.
Hestar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira