Miðjumaður Bandaríkjanna hefði getað orðið afreksmaður í glímu Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. júní 2014 23:15 Kyle Beckerman valdi knattspyrnuna fram yfir glímuna. Vísir/Getty Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira