Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2014 14:15 Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira