Handbolti

Aron í hópnum gegn Bosníu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Pálmarsson er tæpur vegna meiðsla en er í hópnum.
Aron Pálmarsson er tæpur vegna meiðsla en er í hópnum. Vísir/Stefán
Aron Pálmarsson kemur inn í íslenska leikmannahópinn fyrir seinni leik Íslands gegn Bosníu. Aron var ekki með í fyrri leik liðanna en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur.

Ísland mætir Bosníu í seinni leik liðanna í umspili upp á sæti á HM í Katar 2015 á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og þurfa strákarnir okkar að vinna upp eins marks forskot úr fyrri leiknum sem endaði 33-32 fyrir Bosníu. Leikurinn hefst klukkan 17.15.

Stefán Rafn Sigurmannsson, Daníel Freyr Andrésson og Heimir Óli Heimisson koma einnig inn í íslenska liðið fyrir seinni leikinn.



Hópurinn:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball

Daníel Freyr Andrésson, FH

Sveinbjörn Pétursson, Aue

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Bjarki Már Elísson, Eisenach

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel

Gunnar Steinn Jónsson, Nantes

Heimir Óli Heimisson, Guif

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Stefán Rafn Sigurmansson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, TWD Minden

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×