Formúla 1

Lauda: Hamilton er andlega reiðubúinn að berjast

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton og Lauda hittast yfir kaffibolla.
Hamilton og Lauda hittast yfir kaffibolla. Vísir/Getty
Niki Lauda, sérstakur ráðunautur Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton berjist af hörku í komandi keppnum.

Lauda segir að Hamilton sé andlega reiðubúinn til að berjast í breska kappakstrinum eftir viku. Hamilton er nú 29 stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg þegar 8 keppnum af 19 er lokið. Það er því á brattan að sækja fyrir Bretann.

Lauda þvertekur fyrir að hafa þurft að grípa inn í og leiðbeina Hamilton.

„Ég þarf ekki að leiðbeina honum neitt. Ég get sagt þér - ég hef þekkt hann lengi - hausinn á honu er í góðu lagi, þannig er það. Meira að segja eftir mistökin í tímatökunni sagði hann að þetta væru sín mistök og hann bætti svo upp fyrir þau strax í keppninni,“ sagði Niki Lauda um Hamilton.

„Lewis mun koma aftur og berjast, ég hef ekki áhyggjur af því, þetta hefur engin áhrif á hann. Hann veit að hann þarf að berjast til að hafa betur gegn sínum eigin liðsfélaga og ná niður stigamuninum. Bíðið bara eftir Silverstone, ég ábyrgist að hann verði í slagnum þar. Það er hans heimakeppni,“ hélt Lauda áfram.

Hamilton þarf að vinna 5 keppnir að því gefnu að Rosberg verði annar í þeim öllum til að komast upp fyrir Rosberg. Hamilton gæti þurft að treysta á að Rosberg detti úr einni keppni sem Hamilton vinnur til að keppnin verði virkilega spennandi, þá myndi muna 4 stigum.

Tímabilið er þó ekki hálfnað og margt getur gerst ennþá. Williams liðið er að sækja hratt á þessi misserin og það gæti haft áhrif á innanbúða baráttu Mercedes manna.


Tengdar fréttir

Hamilton stundar ekki sálfræðihernað

Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði.

Nico Rosberg vann aftur í Mónakó

Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Nico Rosberg fyrstur í mark í Austurríki

Nico Rosberg vann keppnina í Austurríki, liðsfélagi hans Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hætti keppni.

Mercedes á meira inni

Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins.

Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton

Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni.

Bílskúrinn: Veislan í Kanada

Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki.

Bílskúrinn: Harmleikur heimsmeistarans

Keppnin á Red Bull Ring brautinni í Austurríki var athyglisverð fyrir margt. Hvað kom fyrir Red Bull, hvernig er stemmingin hjá Mercedes og hvernig stóðst Williams áhlaup Mercedes?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×