Andrew Wiggins valinn fyrstur í nýliðavali NBA Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júní 2014 08:00 Andrew Wiggins og Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar. Vísir/Getty. Andrew Wiggins varð í nótt aðeins annar kanadíski leikmaðurinn til þess að vera valinn með fyrsta valrétti í nýliðavalinu í NBA-deildinni þegar Cleveland Cavaliers valdi Wiggins. Er þetta annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum að Cleveland fær fyrsta valrétt og annað árið í röð sem Cleveland velur kanadískan leikmann með fyrsta valrétt. Wiggins var með 17,1 stig og 5,9 frákast að meðaltali í leik með háskólanum sínum, Kansas Jayhawks.Jabari Parker úr Duke háskólanum var valinn annar af Milwaukee Bucks en mikil óvissa var um hvort Parker eða Wiggins væru valdnir fyrstir í nýliðavalinu. Joel Embiid sem flestir töldu að yrði valinn fyrstur í upphafi árs var valinn með valrétti númer þrjú af Philadelphia 76ers en meiðsli Embiid færðu hann neðar í nýliðavalinu. Saga Embiid er ansi mögnuð en hann byrjaði að leika körfubolta fyrir fimm árum. Þá heiðraði deildin sérstaklega Isaiah Austin sem þurfti að draga sig úr nýliðavalinu vegna veikinda. Austin fékk að vita við læknisskoðun nokkrum dögum fyrir nýliðavalið að hann væri með Marfan heilkenni, sjaldgæfan hjartagalla sem gerði það að verkum að hann væri að hætta lífi sínu með því að leika körfubolta. Myndbönd af því þegar Wiggins, Parker og Embiid eru hér fyrir neðan ásamt myndbandi af því þegar Austin var heiðraður.Tíu efstu í nýliðavalinu: 1.Andrew Wiggins, Cleveland Cavaliers. 2. Jabari Parker, Milwaukee Bucks. 3. Joel Embiid, Philadelphia 76ers . 4. Aaron Gordon, Orlando Magic. 5. Dante Exum, Utah Jazz. 6. Marcus Smart, Boston Celtics. 7. Julius Randle, Los Angeles Lakers. 8. Nik Stauskas, Sacramento Kings. 9. Noah Vonleh, Charlotte Hornets. 10. Elfrid Payton, Philadelphia 76ers. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Andrew Wiggins varð í nótt aðeins annar kanadíski leikmaðurinn til þess að vera valinn með fyrsta valrétti í nýliðavalinu í NBA-deildinni þegar Cleveland Cavaliers valdi Wiggins. Er þetta annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum að Cleveland fær fyrsta valrétt og annað árið í röð sem Cleveland velur kanadískan leikmann með fyrsta valrétt. Wiggins var með 17,1 stig og 5,9 frákast að meðaltali í leik með háskólanum sínum, Kansas Jayhawks.Jabari Parker úr Duke háskólanum var valinn annar af Milwaukee Bucks en mikil óvissa var um hvort Parker eða Wiggins væru valdnir fyrstir í nýliðavalinu. Joel Embiid sem flestir töldu að yrði valinn fyrstur í upphafi árs var valinn með valrétti númer þrjú af Philadelphia 76ers en meiðsli Embiid færðu hann neðar í nýliðavalinu. Saga Embiid er ansi mögnuð en hann byrjaði að leika körfubolta fyrir fimm árum. Þá heiðraði deildin sérstaklega Isaiah Austin sem þurfti að draga sig úr nýliðavalinu vegna veikinda. Austin fékk að vita við læknisskoðun nokkrum dögum fyrir nýliðavalið að hann væri með Marfan heilkenni, sjaldgæfan hjartagalla sem gerði það að verkum að hann væri að hætta lífi sínu með því að leika körfubolta. Myndbönd af því þegar Wiggins, Parker og Embiid eru hér fyrir neðan ásamt myndbandi af því þegar Austin var heiðraður.Tíu efstu í nýliðavalinu: 1.Andrew Wiggins, Cleveland Cavaliers. 2. Jabari Parker, Milwaukee Bucks. 3. Joel Embiid, Philadelphia 76ers . 4. Aaron Gordon, Orlando Magic. 5. Dante Exum, Utah Jazz. 6. Marcus Smart, Boston Celtics. 7. Julius Randle, Los Angeles Lakers. 8. Nik Stauskas, Sacramento Kings. 9. Noah Vonleh, Charlotte Hornets. 10. Elfrid Payton, Philadelphia 76ers.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira