Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2014 14:01 Birkir Kristinsson. Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni. Magnús Arnar Arngrímsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dæmdu var öllum gert að greiða málskostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Var ákæran á hendur þeim í sex liðum. Í fyrsta lagi voru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og var tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi voru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði.Fv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið var Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið var Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið var Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum var Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Tengdar fréttir Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54 Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25 Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00 Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35 Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni. Magnús Arnar Arngrímsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dæmdu var öllum gert að greiða málskostnað en enginn þeirra var viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Var ákæran á hendur þeim í sex liðum. Í fyrsta lagi voru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og var tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi voru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði.Fv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið var Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið var Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið var Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum var Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007.
Tengdar fréttir Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54 Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25 Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00 Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35 Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00
Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30
Birkir Kristins neitar sök Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. 11. desember 2013 10:54
Ákærðu enn við störf hjá Íslandsbanka Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson, starfa báðir enn hjá Íslandsbanka, þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir ásamt tveimur öðrum mönnum, fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis. 3. júlí 2013 11:25
Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni. 3. júlí 2013 13:00
Birkir og Elmar sendir í leyfi Þeir Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson hafa verið settir í leyfi frá störfum sínum í Íslandsbanka samkvæmt heimildum fréttastofu. 3. júlí 2013 12:35
Dómur fellur í máli Birkis og félaga Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félags í eigu Birkis Kristinssonar í nóvember 2007. 23. júní 2014 09:29