UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júlí 2014 23:30 Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira