UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júlí 2014 23:30 Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Sjá meira