Volkswagen staðfestir framleiðslu 7 sæta CrossBlue í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2014 11:10 Volkswagen Crossblue er stór 7 sæta jeppi sem hífa á upp sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum. Volkswagen bílaframleiðandinn veit að hann á mikla vinnu eftir til að heilla Bandaríkjamenn og ná markmiðum sínum um sölu bíla þar vestra. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar á ári en seldi aðeins 408.000 bíla þar í fyrra. Eitt af því sem hækka á sölutölur Volkswagen vestanhafs er smíði nýs jeppa sem er með 7 sætum. Sá bíll var fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra og hefur sá bíll vinnuheitið CrossBlue. Ekki var ljóst þá hvort sá bíll færi í framleiðslu en nú er það staðfest. Volkswagen ætlar að smíða bílinn í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee við hlið Volkswagen Passat. Volkswagen þarf að fjárfesta fyrir 103 milljarða króna vegna framleiðslu hans. Þessi langi jeppi verður með þriðju sætaröðinni en slíkir bílar eru vinsælir í Bandaríkjunum og er þessi bíll sérstaklega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað þó svo framtíðin muni leiða í ljós hvort hann verður boðinn á öðrum mörkuðum einnig. Bíllinn sem kynntur var í Detroit var með 190 hestafla og 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél, en hætt er við því að margar fleiri vélar verði í boði í bílnum. Hann verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er ljóst á hvaða undirvagni hann verður byggður, en líklegt þykir að það verði sami MQB undirvagn og er undir Passat bílnum og yrðu því báðir bílarnir sem framleiddir eru í Chattanooga á sama undirvagni sem tryggir lægri kostnað við framleiðsluna. Volkswagen þarf að bæta við 49.000 fermetrum við verksmiðjuna í Chattanooga til framleiðslunnar á CrossBlue. Búist er við að CrossBlue bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum árið 2016. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Volkswagen bílaframleiðandinn veit að hann á mikla vinnu eftir til að heilla Bandaríkjamenn og ná markmiðum sínum um sölu bíla þar vestra. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar á ári en seldi aðeins 408.000 bíla þar í fyrra. Eitt af því sem hækka á sölutölur Volkswagen vestanhafs er smíði nýs jeppa sem er með 7 sætum. Sá bíll var fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra og hefur sá bíll vinnuheitið CrossBlue. Ekki var ljóst þá hvort sá bíll færi í framleiðslu en nú er það staðfest. Volkswagen ætlar að smíða bílinn í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee við hlið Volkswagen Passat. Volkswagen þarf að fjárfesta fyrir 103 milljarða króna vegna framleiðslu hans. Þessi langi jeppi verður með þriðju sætaröðinni en slíkir bílar eru vinsælir í Bandaríkjunum og er þessi bíll sérstaklega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað þó svo framtíðin muni leiða í ljós hvort hann verður boðinn á öðrum mörkuðum einnig. Bíllinn sem kynntur var í Detroit var með 190 hestafla og 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél, en hætt er við því að margar fleiri vélar verði í boði í bílnum. Hann verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er ljóst á hvaða undirvagni hann verður byggður, en líklegt þykir að það verði sami MQB undirvagn og er undir Passat bílnum og yrðu því báðir bílarnir sem framleiddir eru í Chattanooga á sama undirvagni sem tryggir lægri kostnað við framleiðsluna. Volkswagen þarf að bæta við 49.000 fermetrum við verksmiðjuna í Chattanooga til framleiðslunnar á CrossBlue. Búist er við að CrossBlue bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum árið 2016.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent