Átján bornir til grafar á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2014 23:19 Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun. Gasa Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun.
Gasa Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira