Greining á andstæðingi Gunnars Nelson Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. júlí 2014 14:15 Zak Cummings er risastór veltivigtarmaður. Vísir/Getty Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Aðeins vika er í bardaga Gunnars Nelson gegn Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 19. Zak Cummings er 29 ára Bandaríkjamaður með ágætlega mikla reynslu úr MMA. Cummings er með bakgrunn í ólympískri glímu og er það hans helsta kennimerki. Cummings er með gott bardagaskor sem samanstendur af 17 sigrum og þremur töpum. Af 17 sigrum Cummings hafa níu komið eftir uppgjafartök og fjórir eftir rothögg. Cummings leggur mikið upp úr því að reyna að klára bardagann og hafa aðeins sex af 20 bardögum hans endað í dómaraákvörðun. Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) en þar er Cummings ósigraður í tveimur bardögum. Hann hefur áður barist í millivigt (84 kg) og léttþungavigt (92 kg) en virðist nú hafa fundið sinn rétta þyngdarflokk. Tvö af þremur töpum hans hafa komið gegn sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy í millivigt en Kennedy er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigt. Hans þriðja tap kom gegn Ryan Jimmo í léttþungavigt en Jimmo er gríðarlega stór í þeim þyngdarflokki og hafði það eflaust áhrif á bardagann. Cummings er nokkuð brattur fyrir bardagann gegn Gunnari og hefur ekki miklar áhyggjur af óhefðbundnum karate stíl Gunnars. Að sögn Cummings æfir hann mikið með karate og tækvondó mönnum sem hafa svipaðan stíl og Gunnar (gleið fótastaða og hendurnar lágt niðri) auk þess sem fyrrnefndur Ryan Jimmo er með bakgrunn úr karate og ekki fannst Cummings sá stíll vera mikið vandamál þrátt fyrir tapið. Gunnar Nelson er eins og landsmönnum er kunnugt um í heimsklassa þegar kemur að gólfglímu en átta af 12 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök. Án þess að vanmeta Gunnar telur Cummings að hann sé tilbúinn til að eiga við Gunnar í gólfinu. Cummings æfir með margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu og telur að ekkert sem Gunnar geri muni koma honum á óvart í bardaganum. Cummings gæti haft eitthvað til síns máls en það verður að koma í ljós ef bardaginn endar í gólfinu. Honum gekk mjög vel í sínum síðasta bardaga gegn Yan Cabral en sá er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hafði sigrað alla bardaga sína eftir uppgjafartök. Cummings óttaðist ekki Cabral og stóð sig vel í gólfinu gegn svartbeltingnum og fór með sigur af hólmi. Cummings verður rúmlega 10 kg þyngri en Gunnar í bardaganumZak Cummings er risastór veltivigtarmaður en hann er um 9 cm hærri en Gunnar. Eins og áður segir barðist hann í millivigt og léttþungavigt áður en hann færði sig í veltivigt. Samkvæmt nýlegu viðtal við Cummings er hann 90-92 kg kvöldið sem hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Það er þekkt í MMA heiminum að menn þyngist um tæp 10 kg á sólarhring eftir vigtun en þessar tölur hjá Cummings eru með því stærsta sem þekkist í MMA. Það eru gífurleg vísindi sem liggja að baki á svona niðurskurði en þetta er alls ekki ekki hollt fyrir líkamann. Það má því búast við því að Gunnar verði um 10 kg léttari en Cummings þegar í búrið er komið. Líkt og margir bandarískir glímumenn er Cummings ekki eins góður í gólfinu þegar hann er á bakinu. Ef Gunnar nær Cummings niður gæti Cummings átt í erfiðleikum með að standa upp. Boxið hans er heldur ekki jafn gott og fellurnar hans og gæti Gunnar náð inn góðum gagnhöggum í standandi viðureign. Það er ljóst að bardaginn verður þrælspennandi og hugsanlega jafnari en fólk heldur. Gunnar hefur aldrei áður mætt svona stórum bandarískum glímumanni og verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun bregðast við pressunni sem Cummings setur á Gunnar.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00 Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45 Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40 Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Zak Cummings Aðeins 15 dagar eru í bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings á UFC bardagakvöldinu í Dublin. 4. júlí 2014 10:00
Hver er þessi Zak Cummings? Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? 29. maí 2014 21:45
Gooden hittir Gunnar og McGregor Einn aðallýsenda UFC-sambandsins, John Gooden, er staddur hér á landi ásamt tökuliði sínu. Viðfangsefnið eru bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor en þeir félagar eru þessa dagana við æfingar í Mjölniskastalanum. 19. júní 2014 19:40
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45