Gífurlegt mannfall á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 20:42 Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé. Gasa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé.
Gasa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira