Eina orkuver Gasasvæðisins eyðilagðist í loftárásum Ísraelsmanna í dag. Íbúar svæðisins hafa einungis verið með rafmagn í nokkra klukkutíma á dag undanfarnar vikur. Nú mun ástandið þó versna til muna.
Yfir hundrað manns hafa látið lífið í rúmlega sextíu loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í dag. Talið er að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna séu þar á meðal.
Fréttaritari BBC segir að eldur hafi kviknað við orkuverið eftir að eldsneytistankur hafi orðið fyrir skoti úr skriðdreka. Hann segir að miklar sprengingar hafi verið við landamæri Gasa og Ísrael í allan dag og einnig hafi háværar spreningar orðið í miðri borginni.
Árás gerð á eina orkuver Gasa
Samúel Karl Ólason skrifar
