Ísraelsmenn herja á MAMMÚT Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 13:44 „Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT. Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Það að fólk haldi að það sprengja upp börn og óbreytta borgara, á svæði þar sem meðalaldurinn er 17 ára, sé einhverskonar „erfið ákvörðun“ en jafnframt „lausn á vandamáli“ er svo snar ruglað að ég get ekki orða bundist.“ Þetta skrifar Alexandra Baldursdóttir, einn meðlima í hljómsveitinni MAMMÚT. Meðlimir hljómsveitarinnar birtu mynd af sér á Facebook síðastliðinn laugardag með liti palestínska fánans á vöngum sér, undir merkingunni „Frjáls Palestína“. Í kjölfar þessa kom fjöldinn allur af athugasemdum frá harðorðum Ísraelsmönnum. „Það sem verið er að skrifa þarna er í raun svo langt frá vestrænu samfélagi og því sem við þekkjum. Þarna skrifa Ísraelsmenn til dæmis að fólkið á Gasa eigi ekki skilið að lifa því það fæddist í Palestínu. Maður verður bara reiður að lesa svona og það er fullt af Íslendingum þarna sem blöskrar þessi ummæli,“ segir Alexandra í samtali við Vísi.Forvitnilegt að fá að skyggjast inn í hugarheim fólks Alexandra getur vart orða bundist yfir umræðunni sem þarna myndaðist í kjölfar stöðuuppfærslu þeirra, en segir þetta þó ekki hafa áhrif á skoðanir meðlima hljómsveitarinnar sem ætla að öllum líkindum að halda áfram að nota þennan vettvang til þess að viðra skoðanir sínar. „Við höldum hvorki með Hamas né Ísrael. Við höldum með almennum mannréttindum og það sem er að gerast þarna er bara ómannúðlegt og í raun ógeðslegt,“ segir Alexandra sem er þó ánægð með að orð þeirra hafi vakið athygli í netheimum, víðs vegar um heiminn. „Samt sem áður erum við mjög ánægð með þessa umræðu ef eitthvað er. Það er forvitnilegt að sjá inn í hugarheim fólks sem í raun reynir að réttlæta þjóðarmorð þarna á einu bretti.“ Stöðuuppfærslu hljómsveitarinnar má sjá hér að neðan. Post by MAMMÚT.
Gasa Tengdar fréttir Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stórskotaárásir halda áfram Átökin á milli Ísraela og Palestínumanna halda áfram að harðna, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í nótt í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. 29. júlí 2014 10:20