Ísraelar hnýta í Brasilíumenn vegna 7-1 Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2014 12:05 Brasilíumenn voru í öngum sínum eftir 7-1 tap sinna mann gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM fyrr í mánuðinum. Vísir/AP Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna. Gasa Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna.
Gasa Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira