Hyundai með besta viðmótsskorið Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:17 Hyundai i10 smábíllinn. Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent
Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent