Matt Brown - Heróínfíkillinn sem snéri við blaðinu Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:45 Matt Brown lét Erick Silva finna vel fyrir því í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Þeir Matt Brown og Robbie Lawler mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 12 bardagakvöldinu á laugardaginn. Bardaginn er einn af fjórum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti. Matt „The immortal“ Brown er enginn venjulegur bardagamaður. Hann átti lengi við fíkniefnavandamál að stríða og átti erfitt uppdráttar á yngri árum. Hann hefur borið viðurnefnið „The immortal“, eða sá ódauðlegi, frá vinum og vandamönnum eftir að hann lifði af eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Eftir þetta snéri Brown við blaðinu og ákvað að segja skilið við djammlífstílinn sem hann hafði stundað svo lengi. Brown vantaði áhugamál til að halda sér uppteknum og fann þá japanskt jiu-jitsu. Það var þá sem hann snéri við blaðinu og eftir að hafa kynnst bardagamanninum Jorge Gurgel ákvað hann að prófa MMA. Matt Brown komst í UFC í gegnum The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Fyrstu þrjú árin í UFC átti Brown misjöfnu gengi að fagna. Á einum tímapunkti tapaði hann þremur bardögum í röð og var á barmi þess að missa starf sitt í UFC. Síðan hann tapaði fyrir Seth Baczynski í nóvember 2011 hefur hann óvænt sigrað sjö bardaga í röð. Af þessum sjö sigrum hafa sex komið eftir rothögg og það hefur skilað honum í 5. sæti á styrkleikalista UFC. Viðurnefnið hans á vel við bardagastíl hans. Nokkrum sinnum á ferlinum hefur hann tekið miklar barsmíðar og legið óvígur eftir skrokkhögg en á einhvern ótrúlegan hátt hefur hann náð að halda sér í bardaganum og rotað andstæðing sinn í næstu lotu (sjá bardagana gegn Jordan Mein og Erick Silva). Það má því segja að hann hafi risið upp frá dauðum í annarri lotu og staðið uppi sem sigurvegari í fyrrgreindum bardögum. Sigurvegarinn á laugardaginn fær líklegast titilbardaga gegn veltivigtarmeistaranum Johny Hendricks. Bardaginn gæti orðið frábær skemmtun en Robbie Lawler er einnig gríðarlega áhugaverður bardagamaður. Matt Brown hefur átt áhugaverðan feril í UFC. Bardagar hans eru alltaf þrælskemmtilegir og spennandi og er ekki annað hægt en að samgleðjast honum eftir velgengni undanfarinna ára. Hann fór frá því að vera heróínfíkill yfir í að verða miðlungs bardagamaður en er nú talinn einn af þeim bestu í heimi í veltivigtinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira