Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Randver Kári Randversson skrifar 24. júlí 2014 12:14 Palestínsk börn flutt frá heimilum sínum á öruggari stað. Vísir/AFP Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga. Gasa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga.
Gasa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira