Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 21:44 VÍSIR/AFP Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.
Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00