Aníta komst í úrslit á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 20:12 Aníta á fullri ferð í rigningunni í Eugene í dag. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir varð fjórða í sínum undanúrslitariðli í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta átti næstbesta tímann af öllum í hlaupinu og var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,76 mínútu. Hlaupið fór fram á rennblautri hlaupabraut, en rignt hefur látlaust í Eugene í dag. Kúbverjinn Sahily Diago, sem á langbesta tíma ársins, tók forystuna eftir 600 metra og voru Aníta og þrjár aðrar stúlkur nánast jafnar þegar um 100 metrar voru eftir. Okkar stúlka sprakk þó á endasprettinum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 mínútum sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Sahily Diago frá Kúbu, Margaret Wambui frá Kenía og GeorgiaGriffith frá Ástralíu enduðu í þremur efstu sætunum og komust beint í úrslit þannig Aníta þurfti að bíða og sjá hvernig tímarnir í seinni undanúrslitunum yrðu. Seinni riðilinn var hægari og hefði tími Anítu dugað henni í þriðja sæti í honum. Þrátt fyrir allt átti hún sjötta besta tímann af öllum. Hlaupadrottningin úr ÍR er því komin í úrslit, en úrslitahlaupið fer fram aðfaranótt föstudag. Ljóst er þó að Aníta þarf að gera betur þar ætli hún sér verðlaun á mótinu.Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn.vísir/getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00 Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24 Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir varð fjórða í sínum undanúrslitariðli í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta átti næstbesta tímann af öllum í hlaupinu og var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,76 mínútu. Hlaupið fór fram á rennblautri hlaupabraut, en rignt hefur látlaust í Eugene í dag. Kúbverjinn Sahily Diago, sem á langbesta tíma ársins, tók forystuna eftir 600 metra og voru Aníta og þrjár aðrar stúlkur nánast jafnar þegar um 100 metrar voru eftir. Okkar stúlka sprakk þó á endasprettinum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 mínútum sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Sahily Diago frá Kúbu, Margaret Wambui frá Kenía og GeorgiaGriffith frá Ástralíu enduðu í þremur efstu sætunum og komust beint í úrslit þannig Aníta þurfti að bíða og sjá hvernig tímarnir í seinni undanúrslitunum yrðu. Seinni riðilinn var hægari og hefði tími Anítu dugað henni í þriðja sæti í honum. Þrátt fyrir allt átti hún sjötta besta tímann af öllum. Hlaupadrottningin úr ÍR er því komin í úrslit, en úrslitahlaupið fer fram aðfaranótt föstudag. Ljóst er þó að Aníta þarf að gera betur þar ætli hún sér verðlaun á mótinu.Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00 Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24 Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00
Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24
Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00