Júnímánuður sá heitasti sem mælst hefur Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 16:10 Vísir/Getty Images Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar. Loftslagsmál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar.
Loftslagsmál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira