Sky segir fréttamanninn Colin Brazier hafa orðið á í messunni þegar hann hafi reynt að varpa ljósi á þann mannlega harmleik sem þar átti sér stað.
Í fréttinni sagði Brazier hafa gengið um, stöðugt gengið fram á líkamshluta, marga hverja mjög illa brunna. „Menn, konur og börn, óþekkjanleg í sannleika sagt, það er engin leið að segja. Oft sér maður bara brunna hryggjarliði, það er það eina sem eftir er.“
Þegar Brazier fór að róta í ferðatösku farþega vakti það hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Í frétt Telegraph er sömuleiðis haft eftir Joe Watson fjölmiðlafræðiprófessor að þetta hafi verið hræðilegt atvik í sögu fréttmennsku.
Sky!!! Get your reporter to STOP rummaging thru belongings at #mH17 crash site. "We shouldn't really be doing this" NO S**T Sherlock !!
— Shelagh Fogarty (@ShelaghFogarty) July 20, 2014