Seldu bestu þriggja stiga skyttuna fyrir ljósritunarvél Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2014 11:00 Kyle Korver hefur búið sér til frábæran feril. vísir/getty Kyle Korver, besta þriggja stiga skytta NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur verið gríðarlega vanmetinn nánast allan sinn feril. Svo vanmetinn að hann var seldur fyrir „smámynt“ í sjálfu nýliðavalinu. Bandaríski blaðamaðurinn Zach Lowe birti skemmtilega grein um Korver á íþrótta- og dægurmálavefnum Grantland.com í gær þar sem hann fer yfir sögu þessa áhugaverða leikmanns. Hann segir frá nýliðavalinu 2003 þegar New Jersey Nets (nú Brooklyn Nets) horfði á eftir öllum leikmönnunum sem það hafði áhuga á fara til annarra liða. New Jersey, sem vann sinn riðil og komst í lokaúrslitin sama ár, átti 51. valrétt og þegar það kom loks að því að velja voru allir leikmennirnir sem það hugsaði sér að fá farnir. Það valdi því framherjann Kyle Korver frá Creighton-háskólanum. Nets var í miklum peningavandræðum á þessum tíma, skrifar Lowe, og íhugaði meira að segja að selja valréttinn sinn til að fjármagna lið í sumardeild NBA. Svo fór að Nets seldi Korver, eða valréttinn á honum, til Philadelphia fyrir 125.000 dali og fjármagnaði með því lið í sumardeildinni þar sem minni spámenn fá tækifæri til að sanna sig. Fyrir peninginn sem var afgangs keypti Nets svo ljósritunarvél.Korver gefur allt í leikinn.vísir/gettyNew Jersey var bara eitt af mörgum liðum sem átti eftir að vanmeta Korver, en þessi 33 ára gamla skytta átti eftir að spila með Utah Jazz og Chicago Bulls áður en hann endaði hjá Atlanta Hawks fyrir tveimur árum. Hjá Hawks skoraði hann ekki þriggja stiga körfu í fyrsta leiknum sínum, en setti svo niður a.m.k. einn þrist í næstu 127 leikjum í röð. Metið voru 89 leikir í röð, en Korver bætti metið og rúmlega það. Hann er í dag einn af fáum leikmönnum sem eftir eru sem hleypur um völlinn til að fá sig lausan, grípur boltann og neglir niður þristum, ekki ósvipað leikstíl ReggieMiller, skrifar Lowe. Á síðustu leiktíð spilaði Korver flestar mínútur að meðaltali á ferlinum og skoraði úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna sem er nánast galin tölfræði. Hann hefur þénað 45 milljónir dala á ferlinum, og gefur mikið af því til kirkju föður síns og annarra góðgerðarmála. Þá var hann valin í 17 manna æfingahóp bandaríska landsliðsins á dögunum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næsta mánuði. Alla greinina á vef Grantland má lesa hér.90 þristar á 90 sekúndum: NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira
Kyle Korver, besta þriggja stiga skytta NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur verið gríðarlega vanmetinn nánast allan sinn feril. Svo vanmetinn að hann var seldur fyrir „smámynt“ í sjálfu nýliðavalinu. Bandaríski blaðamaðurinn Zach Lowe birti skemmtilega grein um Korver á íþrótta- og dægurmálavefnum Grantland.com í gær þar sem hann fer yfir sögu þessa áhugaverða leikmanns. Hann segir frá nýliðavalinu 2003 þegar New Jersey Nets (nú Brooklyn Nets) horfði á eftir öllum leikmönnunum sem það hafði áhuga á fara til annarra liða. New Jersey, sem vann sinn riðil og komst í lokaúrslitin sama ár, átti 51. valrétt og þegar það kom loks að því að velja voru allir leikmennirnir sem það hugsaði sér að fá farnir. Það valdi því framherjann Kyle Korver frá Creighton-háskólanum. Nets var í miklum peningavandræðum á þessum tíma, skrifar Lowe, og íhugaði meira að segja að selja valréttinn sinn til að fjármagna lið í sumardeild NBA. Svo fór að Nets seldi Korver, eða valréttinn á honum, til Philadelphia fyrir 125.000 dali og fjármagnaði með því lið í sumardeildinni þar sem minni spámenn fá tækifæri til að sanna sig. Fyrir peninginn sem var afgangs keypti Nets svo ljósritunarvél.Korver gefur allt í leikinn.vísir/gettyNew Jersey var bara eitt af mörgum liðum sem átti eftir að vanmeta Korver, en þessi 33 ára gamla skytta átti eftir að spila með Utah Jazz og Chicago Bulls áður en hann endaði hjá Atlanta Hawks fyrir tveimur árum. Hjá Hawks skoraði hann ekki þriggja stiga körfu í fyrsta leiknum sínum, en setti svo niður a.m.k. einn þrist í næstu 127 leikjum í röð. Metið voru 89 leikir í röð, en Korver bætti metið og rúmlega það. Hann er í dag einn af fáum leikmönnum sem eftir eru sem hleypur um völlinn til að fá sig lausan, grípur boltann og neglir niður þristum, ekki ósvipað leikstíl ReggieMiller, skrifar Lowe. Á síðustu leiktíð spilaði Korver flestar mínútur að meðaltali á ferlinum og skoraði úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna sem er nánast galin tölfræði. Hann hefur þénað 45 milljónir dala á ferlinum, og gefur mikið af því til kirkju föður síns og annarra góðgerðarmála. Þá var hann valin í 17 manna æfingahóp bandaríska landsliðsins á dögunum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næsta mánuði. Alla greinina á vef Grantland má lesa hér.90 þristar á 90 sekúndum:
NBA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Sjá meira