Enn reynt að komast að samkomulagi í Kaíró Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 22:38 Vísir/AFP Að minnsta kosti fimm Palestínumenn, þar af þrjú börn, létu lífið í 70 loftárásum Ísraelshers í dag. Tveir Ísraelsmenn særðust í árásum Hamas samtakanna. Viðræður beggja aðila í Kaíró tókust ekki. Hamas samtökin segja að Ísraelsmenn hafi ekki samþykkt skilmála sína. Ísrael segist ekki ætla að standa í samningaviðræðum á meðan flugskeytum væri skotið frá Gasa.AP fréttaveitan segir þó að hluti sendinefndar Palestínumann hafi ekki yfirgefið Kaíró og að þeir vilji áframhaldandi viðræður, þrátt fyrir að vopnahléið sem stóð yfir í þrjá daga sé ekki í gildi lengur. Formaður sendinefndar Palestínumanna sagði fjölmiðlum í dag að þeir vildu reyna áfram að komast að samkomulagi sem tryggi réttindi íbúa Palestínu. Þeir vilja að landamæri Gasasvæðisins verði opnuð, en Ísraelsmenn settu svæðið í herkví eftir að Hamas samtökin komust til valda árið 2007. Ísrael segir lokun landamæranna nauðsynlega til að tryggja að vopn séu ekki flutt inn á svæðið. Þeir segja að ef þeir eigi að komast að samkomulagi þurfi það að fela í sér að Hamas leggi niður vopn. Meðlimir sendinefndar Palestínu munu vera svartsýnir á að samkomulag náist og segja Ísraelsmenn vera á móti öllum tillögum sínum. Þær stefna á að vera áfram í Kaíró um nokkurra daga skeið, en með áframhaldandi átök á Gasa væri óvíst að nokkur árangur myndi nást. Hér að neðan má sjá kort þar sem skaðinn á Gasasvæðinu er skoðaður.Vísir/Graphicnews Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Að minnsta kosti fimm Palestínumenn, þar af þrjú börn, létu lífið í 70 loftárásum Ísraelshers í dag. Tveir Ísraelsmenn særðust í árásum Hamas samtakanna. Viðræður beggja aðila í Kaíró tókust ekki. Hamas samtökin segja að Ísraelsmenn hafi ekki samþykkt skilmála sína. Ísrael segist ekki ætla að standa í samningaviðræðum á meðan flugskeytum væri skotið frá Gasa.AP fréttaveitan segir þó að hluti sendinefndar Palestínumann hafi ekki yfirgefið Kaíró og að þeir vilji áframhaldandi viðræður, þrátt fyrir að vopnahléið sem stóð yfir í þrjá daga sé ekki í gildi lengur. Formaður sendinefndar Palestínumanna sagði fjölmiðlum í dag að þeir vildu reyna áfram að komast að samkomulagi sem tryggi réttindi íbúa Palestínu. Þeir vilja að landamæri Gasasvæðisins verði opnuð, en Ísraelsmenn settu svæðið í herkví eftir að Hamas samtökin komust til valda árið 2007. Ísrael segir lokun landamæranna nauðsynlega til að tryggja að vopn séu ekki flutt inn á svæðið. Þeir segja að ef þeir eigi að komast að samkomulagi þurfi það að fela í sér að Hamas leggi niður vopn. Meðlimir sendinefndar Palestínu munu vera svartsýnir á að samkomulag náist og segja Ísraelsmenn vera á móti öllum tillögum sínum. Þær stefna á að vera áfram í Kaíró um nokkurra daga skeið, en með áframhaldandi átök á Gasa væri óvíst að nokkur árangur myndi nást. Hér að neðan má sjá kort þar sem skaðinn á Gasasvæðinu er skoðaður.Vísir/Graphicnews
Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira