WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 17:51 Vísir/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið. Ebóla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Jim Lovell er látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið.
Ebóla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Jim Lovell er látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira