Fyrsti Lexus NX rennur af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 15:45 Fyrsti Lexus NX jepplingurinn rennur út úr verksmiðju Lexus í Japan. Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent