Næsti Bugatti Veyron 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 12:30 Svona gæti nýjasta gerð Bugatti Veyron litið út. Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent