Honda CR-V söluhæsti jepplingurinn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 14:30 Honda CR-V er bæði vinsæll í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent
Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent