Nýi Volvo XC90 með 400 hestöfl og 60 g/km CO2 losun Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 08:45 Nýr Volvo XC90 verður kynntur í Stokkhólmi seinna í þessum mánuði. Nýi Volvo XC90, sem verður frumsýndur seinna á þessu ári, mun bjóða upp á samsetningu af afli, eyðslu og CO2 losun sem ekki hefur verið í boði áður. Líkt og fyrirrennarinn verður XC90 fjórhjóladrifinn og sjö sæta en það sem er fréttnæmast er að hann verður fáanlegur með 400 hestafla vél sem losar aðeins 60 g/km. Aldrei fyrr hefur jeppi verið fáanlegur með jafn miklu afli samhliða jafn lágri eyðslu og lítilli CO2 losun. „Það verða engar málamiðlanir í nýja Volvo XC90“ segir Peter Mertens, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo. „Áður þurftu kaupendur að velja á milli krafts eða lítillar losunar en með nýja Volvo XC90 er hægt að velja bæði“. Nýi XC90 býður upp á úrval Drive-E véla sem allar veita framúrskarandi samsetningu af afli og eldsneytisskilvirkni. Þess má einnig geta að allar Drive-E vélarnar eru fjögurrra strokka. Ný tvinn-vélatækni frá Volvo Volvo hefur þróað tækni sem gerir fjögurra strokka vél kleift að veita alla þá akstursánægju sem stærri vélar hafa hingað til aðeins verið þekktar fyrir. Það sem þykir enn markverðara er að Volvo gerir það á mun skilvirkari máta hvað varðar eldsneytisnýtingu og losun. Volvo Drive-E vélalínan verður í framtíðinni í boði í öllum Volvo bílum. Volvo hefur nýlega þróað nýja gerð af 8 þrepa sjálfskiptingu sem verður í öllum nýjum XC90. Nýja sjálfskiptingin var fyrst kynnt í Volvo S60, V60, S80 og V70 núna á vormánuðum. Volvo XC90 verður fáanlegur með tvinnvél sem mun bera heitið T8. Þar er á ferðinni tengiltvinnbíll og „high-performance“ bíll sameinaður í einum og sama bílnum.Keflablásari og afgasforþjappaVenjulegur akstur fer fram í sjálfgefnu tvinndrifi. Framhjólin eru drifin áfram af tveggja lítra, fjögurra strokka Drive-E bensínvél með keflablásara og afgasforþjöppu. Afturhjólin er drifin af 80 hestafla rafmótor. Keflablásarinn nýtist á lægra hraðasviðinu til að gefa vélinni áreynslulausa hröðun. Afgasforþjappan kemur síðan inn þegar snúningur vélar eykst. Frá fyrstu snertingu við inngjöf veitir rafmótorinn á afturhjólunum frábæra togvinnslu sem gefur mikla kraftatilfinningu. Með því einfaldlega að ýta á hnapp í mælaborðinu er skipt yfir í hljóðlausan akstur með engri CO2 losun. Drægni rafmótorsins er um 40 km. Þegar þörf krefur er skipt aftur yfir í bensínvélina og rafmótorinn sem saman skila 400 hestöflum og 640 Nm togkrafti.Mikið úrval véla í nýja Volvo XC90Volvo XC90 verður einnig í boði með D5 dísilvél með tveimur forþjöppum sem er 225 hestöfl með 470 Nm togi. Eldsneytiseyðslan er aðeins 6 l/100 km. Eins verður í boði D4 dísilvél sem er 190 hestöfl með 400 Nm togi sem eyðir einungis 5 l/100 km (verður einungis fáanlegur framhjóladrifinn og verður því ekki í boði á Íslandi). Eldsneytiseyðsla þessara véla er sú lægsta meðal jeppa í þessum flokki. Einnig verða í boði tvær bensínvélar. Annars vegar T6 vél með keflablásara og afgasforþjöppu. Hún skilar 320 hestöflum og 400 Nm togi. Einnig verður í boði T5 vél sem er 254 hestöfl með 350 Nm togi. Ekki aðeins er engin málmiðlum þegar kemur að afli, eyðslu og losun heldur býður „New Scalable Product Architecture“ (SPA) undirvagnstæknin upp á meiri sveigjanleika inni í bílnum. Aðrir framleiðendur hafa átt í erfiðleikum með að sameina umfang rafhlöðunnar við rúmgott lúxus innanrými. Volvo hefur náð að yfirstíga þá hindrun þar sem SPA tæknin eru hönnuð frá upphafi með það í huga að rúma raftæknibúnað. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Nýi Volvo XC90, sem verður frumsýndur seinna á þessu ári, mun bjóða upp á samsetningu af afli, eyðslu og CO2 losun sem ekki hefur verið í boði áður. Líkt og fyrirrennarinn verður XC90 fjórhjóladrifinn og sjö sæta en það sem er fréttnæmast er að hann verður fáanlegur með 400 hestafla vél sem losar aðeins 60 g/km. Aldrei fyrr hefur jeppi verið fáanlegur með jafn miklu afli samhliða jafn lágri eyðslu og lítilli CO2 losun. „Það verða engar málamiðlanir í nýja Volvo XC90“ segir Peter Mertens, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo. „Áður þurftu kaupendur að velja á milli krafts eða lítillar losunar en með nýja Volvo XC90 er hægt að velja bæði“. Nýi XC90 býður upp á úrval Drive-E véla sem allar veita framúrskarandi samsetningu af afli og eldsneytisskilvirkni. Þess má einnig geta að allar Drive-E vélarnar eru fjögurrra strokka. Ný tvinn-vélatækni frá Volvo Volvo hefur þróað tækni sem gerir fjögurra strokka vél kleift að veita alla þá akstursánægju sem stærri vélar hafa hingað til aðeins verið þekktar fyrir. Það sem þykir enn markverðara er að Volvo gerir það á mun skilvirkari máta hvað varðar eldsneytisnýtingu og losun. Volvo Drive-E vélalínan verður í framtíðinni í boði í öllum Volvo bílum. Volvo hefur nýlega þróað nýja gerð af 8 þrepa sjálfskiptingu sem verður í öllum nýjum XC90. Nýja sjálfskiptingin var fyrst kynnt í Volvo S60, V60, S80 og V70 núna á vormánuðum. Volvo XC90 verður fáanlegur með tvinnvél sem mun bera heitið T8. Þar er á ferðinni tengiltvinnbíll og „high-performance“ bíll sameinaður í einum og sama bílnum.Keflablásari og afgasforþjappaVenjulegur akstur fer fram í sjálfgefnu tvinndrifi. Framhjólin eru drifin áfram af tveggja lítra, fjögurra strokka Drive-E bensínvél með keflablásara og afgasforþjöppu. Afturhjólin er drifin af 80 hestafla rafmótor. Keflablásarinn nýtist á lægra hraðasviðinu til að gefa vélinni áreynslulausa hröðun. Afgasforþjappan kemur síðan inn þegar snúningur vélar eykst. Frá fyrstu snertingu við inngjöf veitir rafmótorinn á afturhjólunum frábæra togvinnslu sem gefur mikla kraftatilfinningu. Með því einfaldlega að ýta á hnapp í mælaborðinu er skipt yfir í hljóðlausan akstur með engri CO2 losun. Drægni rafmótorsins er um 40 km. Þegar þörf krefur er skipt aftur yfir í bensínvélina og rafmótorinn sem saman skila 400 hestöflum og 640 Nm togkrafti.Mikið úrval véla í nýja Volvo XC90Volvo XC90 verður einnig í boði með D5 dísilvél með tveimur forþjöppum sem er 225 hestöfl með 470 Nm togi. Eldsneytiseyðslan er aðeins 6 l/100 km. Eins verður í boði D4 dísilvél sem er 190 hestöfl með 400 Nm togi sem eyðir einungis 5 l/100 km (verður einungis fáanlegur framhjóladrifinn og verður því ekki í boði á Íslandi). Eldsneytiseyðsla þessara véla er sú lægsta meðal jeppa í þessum flokki. Einnig verða í boði tvær bensínvélar. Annars vegar T6 vél með keflablásara og afgasforþjöppu. Hún skilar 320 hestöflum og 400 Nm togi. Einnig verður í boði T5 vél sem er 254 hestöfl með 350 Nm togi. Ekki aðeins er engin málmiðlum þegar kemur að afli, eyðslu og losun heldur býður „New Scalable Product Architecture“ (SPA) undirvagnstæknin upp á meiri sveigjanleika inni í bílnum. Aðrir framleiðendur hafa átt í erfiðleikum með að sameina umfang rafhlöðunnar við rúmgott lúxus innanrými. Volvo hefur náð að yfirstíga þá hindrun þar sem SPA tæknin eru hönnuð frá upphafi með það í huga að rúma raftæknibúnað.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent