Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 10:29 Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir. Mynd/Boðskipti „Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619 Hestar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619
Hestar Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira