Kia söluhæsta bíltegundin í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2014 16:00 Kia cee´d GT Kia er söluhæsta bíltegundin á Íslandi í júlí en alls seldust 87 Kia bílar í mánuðinum. Kia er með 11,7% markaðshlutdeild þann mánuðinn. Toyota er í öðru sæti með 83 nýskráða bíla í júlí og Chevrolet í því þriðja með 64 nýskráða bíla. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma okkur ekki á óvart þar sem Kia hefur verið í mikilli sókn hér á landi sem og víða um heim. Kia hefur komið fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu þremur árum sem hafa fengið mjög góða dóma hjá viðskiptavinum og bílablaðamönnum. Einnig býður Kia 7 ára ábyrgð á öllum nýjum bílum sem er lengsta verksmiðjuábyrð sem hægt er fá á bílum í heiminum. Við finnum fyrir miklum meðbyr og erum bjarstýn á áframhaldandi gott gengi Kia á Íslandi,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Þorgeir segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að bílasala hefur aukist um rúm 30% hér á landi á fyrstu sjö mánuðum ársins og að á því tímabili hafi söluaukning Kia verið alls 45%. Kia jók sölu sína á heimsvísu um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en alls seldust 185.882 Kia bílar um heim allan á fyrri hluta ársins 2014. Mesta salan var í Bretlandi en þar seldust um 40.000 bílar. Þetta er besti hálfs árs árangur Kia á frá upphafi. Kia Sportage er söluhæsti bíll Kia á fyrstu sex mánuðum ársins en alls hafa selst um 50.000 Sportage á fyrri hluta ársins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Kia er söluhæsta bíltegundin á Íslandi í júlí en alls seldust 87 Kia bílar í mánuðinum. Kia er með 11,7% markaðshlutdeild þann mánuðinn. Toyota er í öðru sæti með 83 nýskráða bíla í júlí og Chevrolet í því þriðja með 64 nýskráða bíla. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma okkur ekki á óvart þar sem Kia hefur verið í mikilli sókn hér á landi sem og víða um heim. Kia hefur komið fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu þremur árum sem hafa fengið mjög góða dóma hjá viðskiptavinum og bílablaðamönnum. Einnig býður Kia 7 ára ábyrgð á öllum nýjum bílum sem er lengsta verksmiðjuábyrð sem hægt er fá á bílum í heiminum. Við finnum fyrir miklum meðbyr og erum bjarstýn á áframhaldandi gott gengi Kia á Íslandi,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Þorgeir segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að bílasala hefur aukist um rúm 30% hér á landi á fyrstu sjö mánuðum ársins og að á því tímabili hafi söluaukning Kia verið alls 45%. Kia jók sölu sína á heimsvísu um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en alls seldust 185.882 Kia bílar um heim allan á fyrri hluta ársins 2014. Mesta salan var í Bretlandi en þar seldust um 40.000 bílar. Þetta er besti hálfs árs árangur Kia á frá upphafi. Kia Sportage er söluhæsti bíll Kia á fyrstu sex mánuðum ársins en alls hafa selst um 50.000 Sportage á fyrri hluta ársins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent