Toyota selur meira en Ford í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2014 10:15 Af Toyota Camry seldist 39.888 eintök eingöngu í júlí og er hann söluhæsti fólksbíll í Bandaríkjunum. Nýliðinn júlí markaði þau tímamót í bílasölu í Bandaríkjunum að Toyota seldi fleiri bíla þar en heimaframleiðandinn Ford. General Motors er sem fyrr söluhæsti bílaframleiðandi þar vestanhafs en þessi skipti á öðru og þriðja sætinu eru lýsandi fyrir vinsældir japanskra bíla í Bandaríkjunum. GM seldi alls 256.160 bíla í júlí, Toyota 215.802 bíla og Ford 212.236. Því munaði ekki miklu á Toyota og Ford, en talsvert langt þar á eftir kemur Chrysler með 167.667 bíla selda. Í fimmta og sjötta sætinu eru svo japönsku framleiðendurnir Honda og Nissan, en Honda seldi 135.908 bíla og Nissan 121.452. Bílasala jókst um 9,2% og var alls um 1,4 milljónir bíla og seldu þessir stærstu 6 framleiðendur 1,1 milljón þeirra. Flestir þeirra seldu meira í júlí í ár en í fyrra, GM var með 9,4% aukningu Toyota 11,6%, Ford með 9,6% og Chrysler gerði best með 20,0% aukningu. Öðru máli gegndi um Honda sem seldi 7,6% minna en í fyrra. Nissan gerði betur með 11,4% aukningu. Sá bílaframleiðandi sem gerði þó best var Subaru en salan jókst um 27% og er Subaru í níunda sæti í sölu bíla í Bandaríkjunum. Af þýsku bílaframleiðendunum jók Mercedes Benz mest við í sölu með 16,4% aukningu, Porsche 12,6%, Audi 11,9% og BMW 7,4%. Volkswagen seldi hinsvegar 14,6% færri bíla en í júlí í fyrra og halda því vandræði Volkswagen áfram þar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Nýliðinn júlí markaði þau tímamót í bílasölu í Bandaríkjunum að Toyota seldi fleiri bíla þar en heimaframleiðandinn Ford. General Motors er sem fyrr söluhæsti bílaframleiðandi þar vestanhafs en þessi skipti á öðru og þriðja sætinu eru lýsandi fyrir vinsældir japanskra bíla í Bandaríkjunum. GM seldi alls 256.160 bíla í júlí, Toyota 215.802 bíla og Ford 212.236. Því munaði ekki miklu á Toyota og Ford, en talsvert langt þar á eftir kemur Chrysler með 167.667 bíla selda. Í fimmta og sjötta sætinu eru svo japönsku framleiðendurnir Honda og Nissan, en Honda seldi 135.908 bíla og Nissan 121.452. Bílasala jókst um 9,2% og var alls um 1,4 milljónir bíla og seldu þessir stærstu 6 framleiðendur 1,1 milljón þeirra. Flestir þeirra seldu meira í júlí í ár en í fyrra, GM var með 9,4% aukningu Toyota 11,6%, Ford með 9,6% og Chrysler gerði best með 20,0% aukningu. Öðru máli gegndi um Honda sem seldi 7,6% minna en í fyrra. Nissan gerði betur með 11,4% aukningu. Sá bílaframleiðandi sem gerði þó best var Subaru en salan jókst um 27% og er Subaru í níunda sæti í sölu bíla í Bandaríkjunum. Af þýsku bílaframleiðendunum jók Mercedes Benz mest við í sölu með 16,4% aukningu, Porsche 12,6%, Audi 11,9% og BMW 7,4%. Volkswagen seldi hinsvegar 14,6% færri bíla en í júlí í fyrra og halda því vandræði Volkswagen áfram þar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent