Fyrrum Þórsari stjórnar toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2014 09:00 Jonas Dal hefur náð frábærum árangri með Hobro IK. Facebook-síða Hobro Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26
Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30
Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52
Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46