Rolf Toft: Var góður í maganum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 12:30 Rolf Toft hefur komið vel inn í lið Stjörnunnar. vísir/daníel Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39