Vopnahléið sem hófst á Gasa í morgun og standa átti í þrjá sólarhringa hefur verið rofið. Ísraelsher hefur ráðlagt fólki á Gasa að halda sig innandyra, en hernaðaraðgerðir eru hafnar að nýju.
Vopnahléið stóð aðeins í tæpar tvær klukkustundir. Á vef BBC kemur fram að 30 Palestínumenn hafi fallið í árás Ísraelshers í bænum Rafah, fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. Í tilkynningu frá Ísraelsher segir að árásin hafi verið gerð til að svara árás Hamas á Ísrael eftir að vopnahléið tók gildi.
Að minnsta kosti 1460 Palestínumenn, flestir óbreyttir borgarar hafa fallið í átökum milli Ísraelshers og Hamas sem staðið hafa undanfarnar þrjár vikur, en 63 Ísraelsmenn, flestir hermenn hafa fallið.
Vopnahlé rofið á Gasa

Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela
Bandaríska varnarmálaráðuneytið kom nýrri vopnasendingu í hendur Ísraelsmanna fyrir um viku.

Samið um vopnahlé á Gasa
Ísrael og Hamas hafa samþykkt 72 klukkustunda vopnahlé af mannúðarástæðum.

Aukinn þungi settur í árásir á Gasa
Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu.

Ísraelar réðust á skóla á Gasa
Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt.

Grimmdarverkin halda áfram
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund.

Bólivíumenn lýsa því yfir að Ísrael sé "hryðjuverkaríki“
Ísraelsbúar þurfa nú sérstaka heimild til þess að mega ferðast til Bólivíu.