Hyundai kynnir "Juke“-keppinaut Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 09:35 Líkur Nissan Juke en þó allur kantaðri. Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum. Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent
Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum.
Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent