Bílaframleiðsla heldur uppi hagvexti í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2014 16:55 Í verksmiðju Mercedes Benz í Ungverjalandi. Þó svo Ungverjar státi ekki af neinu bílamerki er ekki þar með sagt að þar fari ekki fram mikil bílaframleiðsla. Hún er reyndar umtalsverð og eiga þýsku bílaframleiðendurnir Mercedes Benz og Audi þar stærstan þátt. Aukin framleiðsla þeirra í Ungverjalandi undanfarið ber uppi þann 3,9% hagvöxt sem varð á öðrum ársfjórðungi. Er þetta mesti hagvöxtur sem orðið hefur þar allar götur frá fyrsta ársfjórðungi 2006. Útflutningur iðnaðarframleiðslu jókst um 11% í júní og á útflutningur bíla þar stærstan þátt. Mercedes Benz framleiðir meira en 100.000 bíla á ári í Ungverjalandi og svo mikið hefur verið að gera í verksmiðju Mercedes Benz þar að bæta hefur þurft við þriðju vaktinn og því unnið allan sólarhringinn. Mestu skiptir þar aukin eftirspurn eftir B-Class og CLA bílum sem framleiddir eru í Ungverjalandi. Audi hefur þurft að gera það sama í verksmiðju sinni í Ungverjalandi og þar er einnig unnið allan sólarhringinn. Þar framleiðir Audi TT Coupe og Roadster og A3 sedan og A3 convertible bíla og er eftirspurn eftir þeim mikil. Þessi verksmiðja Audi hefur framleiðslugetu uppá 160.000 bíla en þar eru einnig framleiddar býsn af bílvélum en á síðasta ári voru þær 1.930.000 talsins. Verksmiðja Audi er í Gyor og þar hefur Audi fjárfest fyrir 142 milljarða króna á undanförnum árum. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Þó svo Ungverjar státi ekki af neinu bílamerki er ekki þar með sagt að þar fari ekki fram mikil bílaframleiðsla. Hún er reyndar umtalsverð og eiga þýsku bílaframleiðendurnir Mercedes Benz og Audi þar stærstan þátt. Aukin framleiðsla þeirra í Ungverjalandi undanfarið ber uppi þann 3,9% hagvöxt sem varð á öðrum ársfjórðungi. Er þetta mesti hagvöxtur sem orðið hefur þar allar götur frá fyrsta ársfjórðungi 2006. Útflutningur iðnaðarframleiðslu jókst um 11% í júní og á útflutningur bíla þar stærstan þátt. Mercedes Benz framleiðir meira en 100.000 bíla á ári í Ungverjalandi og svo mikið hefur verið að gera í verksmiðju Mercedes Benz þar að bæta hefur þurft við þriðju vaktinn og því unnið allan sólarhringinn. Mestu skiptir þar aukin eftirspurn eftir B-Class og CLA bílum sem framleiddir eru í Ungverjalandi. Audi hefur þurft að gera það sama í verksmiðju sinni í Ungverjalandi og þar er einnig unnið allan sólarhringinn. Þar framleiðir Audi TT Coupe og Roadster og A3 sedan og A3 convertible bíla og er eftirspurn eftir þeim mikil. Þessi verksmiðja Audi hefur framleiðslugetu uppá 160.000 bíla en þar eru einnig framleiddar býsn af bílvélum en á síðasta ári voru þær 1.930.000 talsins. Verksmiðja Audi er í Gyor og þar hefur Audi fjárfest fyrir 142 milljarða króna á undanförnum árum.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent